31.1.2010 | 20:37
Dagmar - fleiri tímatökur
Tók stutta æfingu niðrí Bootcamp í dag með krakkana með mér og tók tímann á tveimur æfingum... gekk ekkert rosa vel samt að taka tímann með þau með mér og ég veit að ég get eitthvað betur... allavegana í uppstiginu!
Í uppstiginu notaði 4 kg ketilbjöllur þar sem ég nennti ekki upp að ná í skífur með dóttur mína grátandi á eftir mér... hehe! Svo hægði hún töluvert á mér því hún klifraði nokkrum sinnum upp á pallinn... eða var með hendurnar fyrir mér... Get pottþétt gert þessa æfingu betur ef grindin er ekki að stríða (var frekar slæm í dag og fannst þetta ekki auðvelt). Tók svo pallahoppið en veit ekki hvort ég hafi verið með nógu háan pall (Guðrún Lovísa ég var með hærri aerobic pallinn okkar í hæsta - er svipað hátt og pallarnir sem eru notaðir í uppstigið í BC) - veit ekki hvað þetta þarf að vera hátt í keppninni en miðað við þessa hæð þá fannst mér þetta ekki erfitt og gæti gert vel í þeirri æfingu held ég.
Uppstig 3:45 (sirka... erfitt að taka tímann sjálf og líka með þau bæði í kringum mig)
Pallahopp 1:41
Er enginn búinn að prufa þessar greinar?
kveðja,
Dagmar
Athugasemdir
Dugleg:) nei er ekki búin að prófa þetta enda mjög léleg í þessu:)
Aldis (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.