Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
31.1.2010 | 20:37
Dagmar - fleiri tímatökur
Tók stutta æfingu niðrí Bootcamp í dag með krakkana með mér og tók tímann á tveimur æfingum... gekk ekkert rosa vel samt að taka tímann með þau með mér og ég veit að ég get eitthvað betur... allavegana í uppstiginu!
Í uppstiginu notaði 4 kg ketilbjöllur þar sem ég nennti ekki upp að ná í skífur með dóttur mína grátandi á eftir mér... hehe! Svo hægði hún töluvert á mér því hún klifraði nokkrum sinnum upp á pallinn... eða var með hendurnar fyrir mér... Get pottþétt gert þessa æfingu betur ef grindin er ekki að stríða (var frekar slæm í dag og fannst þetta ekki auðvelt). Tók svo pallahoppið en veit ekki hvort ég hafi verið með nógu háan pall (Guðrún Lovísa ég var með hærri aerobic pallinn okkar í hæsta - er svipað hátt og pallarnir sem eru notaðir í uppstigið í BC) - veit ekki hvað þetta þarf að vera hátt í keppninni en miðað við þessa hæð þá fannst mér þetta ekki erfitt og gæti gert vel í þeirri æfingu held ég.
Uppstig 3:45 (sirka... erfitt að taka tímann sjálf og líka með þau bæði í kringum mig)
Pallahopp 1:41
Er enginn búinn að prufa þessar greinar?
kveðja,
Dagmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2010 | 21:15
Dagmar - tímasetning á tveimur greinum
Jæja, fann hvernig ég átti að setja inn færslu - er minnst bloggvænasta manneskja í heim (hef s.s. ALDREI bloggað).
Allavegana þá tók ég líka tímann í dag á tveimur greinum í morgun en hitaði reyndar ekkert upp á undan - þetta var upphitunin mín... ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2010 | 14:49
30.01.10
Lovísa, Aldís og Guðrún Lovísa ætla að taka smá æfingu kl. 15 og taka tímann á nokkrum greinum.
Tölurnar koma inn á eftir :) verður spennó.
Bekkur
Lovísa: 4:01
Aldís: 3:06
Gudrun L: 1:33
Róður
Lovísa: 2:00
Aldís: 2:06
Gudrun L: 1:45
Niðurtog
Lovísa: 1:40
Aldís: 1:20
Gudrun L: 1:03
Hjól
Lovísa: 3:17
Gudrun L: 3:00
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2010 | 10:54
29.jan 2010
Nei nei ekkert verkfall hérna.
Fór á átaksnámskeið í klukkutíma.
Fór svo niður á hlaupabrettið og tók 1 km á 6 mínútum og 10 sec
byrjaði að hlaupa í hraða 10 í 3 mín, hækkaði svo upp í hraða 11 í ca eina og hálfa og sprengdi mig þannig ég lækkaði niður í 9 og jók svo hraðan upp í 10 síðustu mínutuna.
Maður þarf greinileg að vera duglegur að æfa því þetta var ekki létt og líka til að finna sitt tempó.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2010 | 21:02
29.01.10 - íþróttaálfurinn
Farin að halda að liðsfélagarnir séu farnir í verkfall.. össs
Klukkutíma lyftingaræfing með Dagmar - FÆTUR :) vel tekið á því.
Svo 20 mín pallaupphitun í mömmutíma og átakstíma.. og jú 20 mín upphitun í bumbutíma.. hehehe telur þetta ekki allt hehehehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2010 | 21:56
28.01. - íþróttaálfurinn
Klukkutíma lyftingaræfing með Dagmar. Búbís og hendur. Hressilega tekið á og verða alveg örugglega sperrur á morgun. JEJJJJJ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2010 | 09:22
27.01.01 - íþróttaálfurinn
Bootcampæfing - í vesti - mætti 2 mín of seint og fékk þá refsingu að vera í 10 kg vesti á æfingunni.. FRÁBÆRT.
Hotyoga í klukkutíma. Svitnaði ruglmikið.
Prófaði 1 km brekkuhlaup í 6° daginn á undann. Fór á 10,3 hraða sem var þá akkúrat 6.00 mín. Var hressilega móð á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2010 | 14:50
Saffran-hittingur
Fullfrisk-liðið hittist í hádeginu.
1. Hjól 1,5 km
2. Niðurtog 25 kg x 50
3. Róður 500 m
4. Squat thrust (froskar) x 60
5. Kassauppstig með 5 kg x 100
6. Bekkjarhopp x 60
7. Situps x 60
8. Axlarpressa 15 kg x 40
9. Brekkusprettur 6° halli 1 km
10. Bekkpressa 25 kg x 40
Núna eiga allir að prófa greinar og taka tímann. Fara 2-3 saman og mæla hver hjá annarri og setja inn tímana.
Næsti hittingur á laugardag.
Íþróttaálfurinn :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Róður: 2.04
Squat thrust: 1.12
Var samtals 3.48 mín að þessu og tók ca. 30 sek pásu eftir róðurinn (tók squat thrust strax á eftir).
kv. Dagmar